Dóróþea Reimarsdóttir M.Ed.

Dóróþea hefur starfað sem grunnskólakennari, sérkennari, kennsluráðgjafi og leitt þróunarstarf í leik- og grunnskólum.

Dóróþea lauk M.Ed gráðu í sérkennslufræðum frá HÍ árið 2011 með sérstaka áherslu á stærðfræðinám. Hún starfaði í rúmlega 30 ár sem grunnskólakennari og nokkur ár sem kennsluráðgjafi í leik- og grunnskólum. Hún hefur stýrt nokkrum þróunarverkefnum í leik- og grunnskólum og kennt á endurmenntunarnámskeiðum á vegum EHÍ og Símenntunar HA. Sérsvið hennar er mat á talna- og aðgerðaskilningi, kennslufræðileg ráðgjöf og þróunarstarf.