Jóhanna hefur starfað sem grunnskólakennari frá 1973, lengst af með áherslu á smíða- og stærðfræðikennslu.
Jóhanna lauk kennaraprófi 1973, smíðakennaranámi frá KHÍ 1980 og viðbótarnámi i silfur- og trésmíði frá Höjskolen í Telemark (Notodden) í Noregi 2001.
Auk kennslunnar hefur Jóhanna haldið ýmis námskeið á sviði lista og handverks, einnig stundað eigin listsköpun og smíðar. Hún stofnaði og rak gallerý ásamt fleirum um tíma.