Námskeið og þróunarstarf

Grunnskóli

Zankov stærfræði – innleiðing og stuðningur

  • Þróunarstarfið stendur yfir í 4 ár meðan námsefni og kennsluhættir eru innleiddir frá 1. bekk upp í 4. bekk. Byrjað er á 1. bekk, næsta ár eru 1. og 2. bekkur og svo koll af kolli þar til 1. – 4. bekkur er allur kominn með.
  • Námsefnið er rafrænt og kaupa skólar sig inn á svæðið með efninu, greitt er fyrir hvert ár. Nánar
  • Skólar skulbinda sig til að kaupa leiðsögn þessi 4 ár.

Stærðfræði – yngsta stig og miðstig

  • Eins til tveggja ára þróunarverkefni þar sem lögð er áhersla á samræðu, samvinnu, yrt verkefni og opin verkefni.
  • Umfang og aðrar áherslur eftir óskum hvers skóla.
  • Skólar geta tekið sig saman og keypt námskeiðið.
  • Námskeiði kennt að mestum hluta rafrænt – en mælt er með staðlotu í upphafi og gjarnan einn að auki.

Leikskóli

Leikur og lítil börn

Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnum leikskóla og getur hvort sem er verið rafrænt eða á staðnum. Það stendur í 3-4 klst og skiptast á stuttir fyrilestrar og verkefnavinna. Unnið verður með Tungumál stærðfræðinnar, Rúmfræði og Tölur og talningu. Hægt er að panta námskeiðið fyrir hópa en auk þess er námskeiðið af og til í boði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, næst þann 11. október. Hægt er að lesa nánar um námskeiðið og skrá sig hér

MIO – Stuðningur við innleiðingu skimunar

Gloppa sf býður upp á frekari aðstoð við leikskóla sem vilja meiri stuðning við innleiðingu skimunarefnisins MIO en rafrænu fyrirlestrana sem fylgja skimunarefninu. Greiða þarf sérstaklega fyrir þessa viðbót.