Starfsmenn Gloppu sf hafa ýmis þýtt eða samið eftirfarandi stærðfræðiskimanir:
MIO
MIO er skimunarefni ætlað leikskólum. Efnið varð til í þróunarstarfi við Háskólann í Stavanger og er systurefni TRAS. Það hentar því sérstaklega vel til notkunar með þeirri skimun. Nánar
Greining á talna- og aðgerðaskilningi
Mat á talna- og aðgerðaskilnigi við upphaf grunnskólagöngu. Einstaklingsmat ætlað bekkjarkennurum í 1. bekk og sérkennurum. Það er hluti af MRP efninu sem varð til í samstarfi sérfræðinga og kennara í New South Wales í Ástralíu undir stjórn Robert J. Wright. Dóróþea býður upp á námskeið á verkfærið, m.a. hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Næsta námskeið verður 7. október og hægt að skrá sig hér.
Mat á talna- og aðgerðaskilningi á miðstigi. Einstaklingsmat sem Dóróþea samdi þegar hún lauk diplomanámi í sérkennslu. Verkfæri fyrir sérkennara eða stærðfræðikennara. Lagt fyrir í viðtali. Dóróþea kennir á verkfærið eða leggur það fyrir sé þess óskað.
Skimunarefni í stærðfræði fyrir mið- og unglingastig
Greinandi próf í skilningi á tugabrotum. Skriflegt hóppróf, þýtt úr norsku, sem fljótlegt er að leggja fyrir og vinna úr. Gefur góða mynd af almennum skilningi á tölum og talnakerfinu og glögga mynd af tugabrotaskilningi eldri nemenda grunnskólans.
Greinandi próf í skilningi á almennum brotum. Skriflegt hóppróf, þýtt úr norsku, sem fljótlegt er að leggja fyrir og vinna úr. Gefur góða mynd af skilningi eldri nemenda grunnskólans á almennum brotum.