MIO skimun

MIO er skimunarefni í stærðfræði fyrir leikskóla. Það varð til í Háskólanum í Stavanger eins og TRAS skimunarefnið sem margir leikskólar á Íslandi nota. Hvert barn er skimað þrisvar á leikskólagöngunni. Skimuninn fer fram við daglegar athafnir og starf í skólanum og taka allir starfsmenn viðkomandi deildar þátt í henni. Matið tekur til þriggja meginsviða stærðfræðinnar sem eru  þrautalausnir, rúmfræði og talning og fjöldi.

Efninu fylgja tvö klukkustundarlöng rafræn námskeið fyrir starfsfólk um stærðfræðinám í leikskóla og notkun MIO ásamt ráðgjafarfundi. Einnig er hægt að nýta námskeiðið fyrir nýtt starfsfólk og til upprifjunar síðar.

Verð á öllu efninu er 73.500 kr. Innifalið er 1 handbók, 25 skránigarblöð, námskeiðin og eftirfylgnin.

Hægt er að panta ókeypis 30 – 45 mínútna kynningu fyrir stjórnendur leikskóla og deildarstjóra á mio.skimun@gmail.com eða gloppa@gloppa.is

Hér er hægt að panta efnið.