Gloppa sf verður samstarfsaðili Grunnskóla Fjallabyggðar í þróunarverkefninu Stærðfræðinám í lærdómssamfélagi sem standa mun næstu tvö skólaár. Sprotaðasjóður og Endurmenntunarsjóður grunnskóla veittu styrk til verkefnisins.
Markmiðið er að koma upp sterku lærdómssamfélagi bæði nemenda og kennara. Áhersla verður lögð á að nemendur læri í samstarfi hver við annan og þjálfist í að gera grein fyrir hugsun sinni og lausnaleiðum. Með kennurum verður byggt upp lærdómssamfélag þar sem áherslan verður á samræðu, samvinnu, ígrundun og endurmat.