Námskeið og þróunarstarf

Grunnskóli

Zankov stærðfræði – innleiðing og stuðningur

  • Þróunarstarfið stendur yfir í 4 ár á meðan námsefni og kennsluhættir eru innleiddir frá 1. bekk upp í 4. bekk. Byrjað er á 1. bekk, næsta ár eru bæði 1. og 2. bekkur og svo koll af kolli þar til 1. – 4 bekkur er allur kominn með.
  • Námsefnið er rafrænt og kaupa skólar sig inn á svæðið með efninu, greitt er fyrir hvert ár (sjá Zankov stærðfræði).
  • Skólar skuldbinda sig til að kaupa leiðsögn þessa 4 ár.

Stærðfræði – yngsta stig og miðstig

  • Eins til 2ja ára þróunarstarf þar sem lögð er áhersla á samræðu, samvinnu, yrt og opin verkefni.
  • Umfang og aðrar áherslur eftir óskum hvers skóla.
  • Fámennir skólar geta farið saman í slíkt þróunarstarf.
  • Námskeiði kennt að mestum hluta rafrænt – en mælt er með staðlotu í það minnsta í upphafi

Leikskóli

Stærðfræði – leikur og lítil börn

  • 4 klst fyrirlestur með verkefnavinnu. Fyrirlesturinn er boðinn bæði rafrænt og á staðnum
  • Eins árs þróunarverkefni að óskum leikskóla.

MIO – sjá MIO hnappinn