NEISTI-Lærum saman og hugsum djúpt

Þetta stærðfræðinámsefni er rússneskt, kennt við Leonid Zankov sem var lærisveinn Vygotsky. Það er því undir áhrifum kenninga Vygotsky um mikilvægi tungumálsins og félagslegra samskipta svo nám eigi sér stað. Efnið var þýtt á norsku og fyrstu námsbækurnar gefnar út þar í landi árið 2014 undir nafninu Utviklende opplæring i matematikk en nokkru fyrr hafði Smeaheiaskolen í Sandnes hafið notkun þess. Þetta efni og kennsluaðferðir er í notkun í fjölmörgum norskum skólum. Lesa má nánar um efnið á norsku eða ensku á Matematikklandet.

Starfsmenn Gloppu sf hafa þýtt grunnbækur og verkefnabækur fyrir fjögur fyrstu ár grunnskólans úr norsku. Skólaárið 2025-2026 eru kennsluleiðbeiningar fyrir 1. bekk væntanlegar á íslensku. Hægt er að panta kennsluleiðbeiningar fyrir önnur námsár beint frá Barentsforlag þar til íslensk þýðing liggur fyrir. Á íslensku hafa þýðendur valið að kalla efnið NEISTI-Lærum saman og hugsum djúpt og er það einungis gefið út hér á vefnum.

Skólaárið 2025-2026 eru auk kennsluleiðbeininganna væntanlegar íslenskar þýðingar á fjórum nýjum verkefnaheftum, einu fyrir hvern árgang sem heita Reikna og teikna. Einnig er væntanleg þýðing á hugtökum í stærðfræði með myndrænni framsetningu sem á norsku ber heitið Matematiske begreber for barnetrinet. Þróunarsjóður námsgagna veitti vorið 2025 styrk til þessara þýðinga.