Nú á dögunum fékk Gloppa sf úthlutað styrk úr Þróunarsjóði námsganga. Styrkurinn er veittur til að þýða úr norsku kennsluleiðbeiningar með fyrsta námsári Neista-lærum saman og hugsum djúpt, þýðingu á bók með stærðfræðihugtökum sem koma fyrir í kennslu yngstu barnanna sem og fjórum vinnubókum fyrir yngsta stigið (Regn og tegn). Vinna er þegar hafin og mun efnið tínast inn á vef Neista á næsta skólaári eftir því sem þýðingunum vindur fram.