Miðvikudaginn 13. ágúst n.k. klukkan 16:00-17:30 verður námsefniskynning í Menntaskólanum við Hamrahlíð samhliða ráðstefnunni Íslensk námsgögn-hvað er til. Þar ætlum við að kynna MIO-stærðfræðiskimun á leikskóla og Neisti-vinnum saman og hugsum djúpt sem er stærðfræðinámsefni fyrir 1.-4. bekk grunnskóla. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér aðra nálgun í stærðfræðikennslu og útgáfu stærðfræðinámsefnis en hefð hefur verið fyrir.