Miðvikudaginn 13. ágúst n.k. klukkan 16:00-17:30 verður námsefniskynning í Menntaskólanum við Hamrahlíð samhliða ráðstefnunni Íslensk námsgögn-hvað er til. Þar ætlum við að kynna MIO-stærðfræðiskimun á leikskóla og Neisti-vinnum saman og hugsum djúpt sem er stærðfræðinámsefni fyrir 1.-4. bekk grunnskóla. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér aðra nálgun í stærðfræðikennslu og útgáfu stærðfræðinámsefnis en hefð hefur verið fyrir.
Author: Gloppa sf
Grein um MIO í Flatarmálum
Fyrir stuttu birtist grein um skimunarefnið okkar MIO á vef Flatarmála, tímarits stærðfræðikennara. Tengill á greinina er hér
Styrkur úr Þróunarsjóði námsgagna
Nú á dögunum fékk Gloppa sf úthlutað styrk úr Þróunarsjóði námsganga. Styrkurinn er veittur til að þýða úr norsku kennsluleiðbeiningar með fyrsta námsári Neista-lærum saman og hugsum djúpt, þýðingu á bók með stærðfræðihugtökum sem koma fyrir í kennslu yngstu barnanna sem og fjórum vinnubókum fyrir yngsta stigið (Regn og tegn). Vinna er þegar hafin og mun efnið tínast inn á vef Neista á næsta skólaári eftir því sem þýðingunum vindur fram.
Stærðfærðiskimun á leikskólum
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 klukkan 13-16 verður Dóróþea með námskeið í fjarkennslu hjá Endurmenntun HÍ þar sem hún kynnir leiðir til að skima stærðfræðifærni leikskólabarna út frá undirstöðuþáttum stærðfræðináms eins og þeir eru kynntir í skimunarefninu MIO. Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnum leikskóla óháð menntun. Sjá nánar á slóðinni https://endurmenntun.is/namskeid/15423/staerdfraediskimun-i-leikskola-mio/306258
Stærðfræðiskumun á leikskóla-MIO
Föstudaginn 20. september verðum við með staðnámskeið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar verður fjallað um stærðfræðiskimun á leikskóla og undirstöðuþætti stærðfræðináms. Skimunarverkfærið MIO verður einnig kynnt lítillega. Nánar á https://endurmenntun.is/namskeid/175H24/staerdfraediskimun-i-leikskola-mio
Frábær aðsókn
Nú er nánast orðið fullbókað á námskeiðið sem við erum með í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands um stærðfræðiskimun á leikskóla og grunnþætti stærðfræðináms.
Staðnámskeið í Reykjavík
Vegna mikillar aðsóknar á námskeiðið Lengi býr að fyrstu gerð hefur verið ákveðið að bjóða upp á staðnámskeið í Reykjavík fimmtudaginn 7. mars 2024, sjá https://endurmenntun.is/namskeid/189V24 . Viðtökurnar við þessu námskeiði hafa verið frábærar og þátttakendur fara lofsamlegum orðum um það.
NEISTI allur aðgengilegur
Nú er endanleg útgáfa af NEISTA-Lærum saman og hugsum djúpt fyrir 1.-4. bekk kominn á heimasíðuna.
Fullbókað námskeið
Fyrir nokkru var orðið fullbókað á námskeiðið okkar Lengi býr að fyrstu gerð sem haldið verður 2. október n.k. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Efnið er að fá frábærar viðtökur.
Námskeið 2. október
Dóróþea verður með námskeið um mat á talna- og aðgerðaskilningi barna sem eru að hefja grunnskólagöngu þann 2. október 2023 frá kl. 13-17. Matsefnið fylgir námskeiðinu. Námskeiðið er hýst hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, sjá nánar á slóðinni https://endurmenntun.is/namskeid/175H23