Framundan eru tvö námskeið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Fimmtudaginn 7. október verður Dóróþea í annað sinn með námskeið fyrir stærðfræðikennara á yngsta stigi og sérkennara sem ber heitið Lengi býr að fyrstu gerð og mánudaginn 11. október verða hún og Þóra Rósa í þriðja sinn með námskeið fyrir starfsfólk leikskóla undir heitinu Stærðfræði-leikur og lítil börn. Bæði þessi námskeið hafa verið mjög vel sótt og ummæli þáttakenda benda til að við getum óhræddar mælt með þeim.