
Fyrr á árinu rak þessa merkilegu bók á fjörur okkar. Mælum eindregið með henni fyrir þá sem vilja breyta kennsluháttum sínum í átt til meiri virkni nemenda í stærðfræðináminu. Allar þær breytingar sem lagðar eru til í bókinni byggja á áralangri rannsóknarvinnu höfundarins Peter Liljendahl. Óhætt er að segja að tillögur hans séu mjög byltingarkenndar þegar tekið er mið af hefðbundinni stærðfræðikennslu.