Við kynnum með stolti nýja heimasíðu Gloppu sf. Fyrirtækið var stofnað árið 2017 og var fyrsta verkefni þess að þýða og gefa út MIO, sem er stærðfræðiskimunarefni fyrir leikskóla. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur okkur vaxið ásmegin og sinnum nú fjölbreyttu námskeiðahaldi og þróunarstarfi, einkum á sviði stærðfræðimenntunar. Allt um það á nýju heimasíðunni.